23.11.1981
Neðri deild: 14. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 977 í B-deild Alþingistíðinda. (777)

108. mál, vátryggingastarfsemi

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um breyt. á lögum nr. 50/1978, um vátryggingarstarfsemi þegar þau lög voru sett svo og lög um vátryggingarstarfsemi árið 1973 var yfirlýst stefna Alþingis, að álagt tryggingaeftirlitsgjald samkv. 46. gr. laganna skyldi hrökkva til að standa undir kostnaði við starfsemi Tryggingaeftirlitsins, enda þótt sá varnagli væri sleginn í 2. mgr., að ríkissjóður ætti að hlaupa undir bagga ef út af brygði.

Á undanförnum árum, 1977, 1978, 1979 og 1981, hefur alltaf orðið halli á starfsemi Tryggingaeftirlitsins vegna þess að þessi gjöld, tryggingaeftirlitsgjöld, hafa ekki staðið undir rekstri þess. Þess vegna er þetta frv. flutt. Er lagt til að 46. gr. laganna verði breytt á þá lund, að hámarksálagning á tryggingafélögin verði látin nema 2.5% af öllum bókfærðum iðgjöldum án tillits til tegundar. Ef slíkt ákvæði væri í gildi nú og heimiluð yrði álagning hámarksgjalds mundu sértekjur eftirlitsins nema um 900 þús. nýkr. á næsta ári.

Þetta frv. er flutt m. a. til þess að fullnægja þeim forsendum sem fjárlagafrv: byggir á, þ. e. að Tryggingaeftirlitið standi undir starfsemi sinni með þessu gjaldi.

Ég legg til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. heilbr.- og trn.