19.10.1981
Neðri deild: 4. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 96 í B-deild Alþingistíðinda. (83)

15. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Flm. (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Já, ég gerði hér tillögu um að þessu frv. yrði vísað til félmn. Þetta er mál sem snertir aðila vinnumarkaðarins, og það er félmrh. og félmn. t. d. sem fara mikið með málefni aðila vinnumarkaðarins. Ég tel að þetta frv. eigi ekki síður þar heima en í t. d. fjh. - og viðskn., þangað sem yfirleitt hafa farið breytingar á tekjuskattslögunum. Ég vil minna á að þetta frv. snertir ekki neinar breytingar sem hafa í för með sér neinn kostnað til eða frá. Ég tel, að það eigi atveg eins heima í hv. félmn., og geri þess vegna tillögu um það.