30.11.1981
Neðri deild: 16. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1137 í B-deild Alþingistíðinda. (904)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Mér hefur borist svohljóðandi bréf, dags. 26. nóv. 1981:

„Þar sem ég sökum lasleika get ekki sinnt þingstörfum á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Suðurlandskjördæmi, Sigurður Óskarsson framkvæmdastjóri, Hellu, taki sæti á Alþingi í forföllum mínum.

Steinþór Gestsson,

2. þm. Suðurl.“

Sigurður Óskarsson hefur áður átt sæti á þessu kjörtímabili og kjörbréf hans verið samþykkt og býð ég hann velkominn til starfa.