17.12.1982
Neðri deild: 22. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1258 í B-deild Alþingistíðinda. (1040)

127. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Jósef H. Þorgeirsson):

Herra forseti. Allshn. Nd. hefur haft til athugunar frv. til l. um breytingu á lögum nr. 52 frá 1959, um kosningar til Alþingis. Frv. þetta gengur út á það að á umslögum utan um utankjörfundaratkvæði skuli skrá nafnnúmer kjósenda.

Nefndin er sammála um að mæla með því við deildina að frv. verði samþykkt. Tveir nm., Ólafur Þ. Þórðarson og Vilmundur Gylfason, voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.