18.12.1982
Efri deild: 26. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1263 í B-deild Alþingistíðinda. (1064)

136. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. (Salome Þorkelsdóttir):

Herra forseti. Vegna ræðu hv. 11. þm. Reykv. vil ég aðeins ítreka það, að hagsmunir íbúanna á hverjum stað eru best tryggðir með því að fela heimamönnum ákvörðunarvaldið, eins og allir stjórnmálaflokkar hafa margyfirlýst að eigi að gera. Sjálfsákvörðunarvaldið á að vera heima í héraði, en ekki á hv. Alþingi.