18.12.1982
Efri deild: 26. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1265 í B-deild Alþingistíðinda. (1071)

136. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Það er rétt sem hv. síðasti ræðumaður, 3. landsk. þm., sagði, að það var gert ráð fyrir á fundi í félmn. Ed. í gær að hann flytti brtt. við frv. um orlof, þá brtt. sem hann hefur flutt. Það var það sem gengið var úf frá.

En hvað viðvíkur brtt. frá hv. 11. þm. Reykv. vil ég aðeins segja það, að þegar beiðni kom til félmn. frá ríkisstj. eða félmrh. um að ljúka málinu, þá hvarflaði ekki að mér að það kæmi til greina að af hálfu ráðh. eða hans flokks væri tekið upp deilumál í þessu efni. Það er forsenda fyrir því að hægt sé að afgreiða mál sem þetta á síðustu klukkustundum þingsins að ekki séu tekin upp deilumál. Með tilliti til þessa hef ég gert mínar aths.

Það var ekki ætlun mín að fella neinn áfellisdóm yfir hv. 11. þm. Reykv. fyrir það, að hann hafði ekki tækifæri til þess að vera á fundi félmn. í gær. En það breytir í engu aðalatriði þess sem ég hef verið að segja.