18.12.1982
Efri deild: 26. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1266 í B-deild Alþingistíðinda. (1077)

136. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Við þm. Alþfl. hér í deild fluttum till. um það að gjaldstofn fasteignagjalda yrði lækkaður yfir alla línuna um 20%. Það hefði gilt um eignarskatt, fasteignagjöld, stimpilgjöld, erfðafjárskatt og e.t.v. eitthvað fleira. Fasteignagjöld hefðu með þeim hætti ekki hækkað nema um 42% milli ára og þannig verið tekið tillit til þess sérstaka ástands, sem ríkir í þjóðfélaginu, þegar útlit er fyrir að skattlagning fari langt fram úr kaupgjaldsþróun. Með þessu móti hefðu ríki og sveitarfélög komið til móts við fólkið í landinu þegar að kreppir og kjörin eru að versna.

Þessi till. hefur ekki hlotið náð fyrir augum hv. alþm. að meiri hluta til. En sú till. sem hér er til umfjöllunar stefnir þó eilítið til réttrar áttar. Ég segi já.