18.12.1982
Efri deild: 27. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1268 í B-deild Alþingistíðinda. (1087)

136. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Herra forseti. Ég kveð mér hljóðs einungis til þess að þakka hv. þm. Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir það sjónarspil sem hann setti hér upp fyrir okkur áðan. Það var mjög æskilegt að fá rækilega úr því skorið, hve djúpstæður ágreiningur er í ríkisstj. um þetta mál eins og öll önnur. Það hryggir mig að vísu að minn gamli foringi skyldi láta hv. þm. Ólaf Ragnar Grímsson kúga sig með þeim hætti sem hann hér gerði, en það undirstrikar það sem hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson ætlaði sér að undirstrika, hver er húsbóndinn á heimilinu.