18.12.1982
Sameinað þing: 33. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1269 í B-deild Alþingistíðinda. (1100)

1. mál, fjárlög 1983

Frsm. meiri hl. (Geir Gunnarsson):

Herra forseti. Fjvn. hefur fjallað um frv. til fjárlaga milli 2. og 3. umr. Leggur n. sameiginlega fram brtt. á þskj. 202, 229 og 230, auk þess sem meiri hl. n. flytur brtt. um tekjuhlið frv. og við 5. gr., þ.e. á B-hluta fjárlagafrv.

Tvær till. n. varða 3. gr. Lagt er til að vitagjald hækki um 3.8 millj. og skipaskoðunargjald um 180 þús.

1. till. n. um breyt. á 4. gr. varðar Alþingi. Lagt er til að gjaldfallinn stofnkostnaður verði 1.5 millj. kr.

Till. varðandi menntmrn.

Lagt er til að framlag til Háskóla Íslands hækki um 5 millj. kr., þ.e. laun um 1 620 þús. og önnur rekstrargjöld um 3 millj. 380 þús. Í till. felst heimild fyrir tveimur nýjum stöðum, en í frv. mun verða gert ráð fyrir 4.5 nýjum stöðum.

Menntaskólinn á Ísafirði. Launaliður hækkar um 75 þús. kr. vegna öldungadeildar.

Íþróttakennaraskóli Íslands. Launaliður hækkar um 98 þús. kr. Hér er um að ræða nýja stöðu umsjónarmanns, sem yrði að 3/4 hlutum greidd af Íþróttakennaraskólanum, en að 1/4 af Hússtjórnarskólanum á Laugarvatni.

Liðurinn Námsgagnastofnun hækkar um 500 þús. kr., þ.e. önnur rekstrargjöld vegna námsgagnagerðar fyrir börn með sérþarfir.

Iðnskólinn í Reykjavík. Gjaldfallinn stofnkostnaður hækki um 160 þús. kr.

Fiskvinnsluskólinn. Önnur rekstrargjöld hækki um 100 þús. kr. vegna námskeiða fyrir fiskmatsmenn. Fósturskóli Íslands. Framtag hækkar um 100 þús. kr. vegna námskeiða fyrir fóstrur.

Hússtjórnarskólar. Launaliður hækkar um 33 þús. kr., en hér er um að ræða 1/4 hluta af stöðu umsjónarmanns sem áður var getið.

Samvinnuskólinn. Önnur rekstrargjöld hækka um 700 þús. kr. í 3 millj. 188 þús. kr.

Grunnskólar í Reykjavík. Laun hækka um 520 þús. kr. vegna þátttöku ríkissjóðs í kostnaði við kennslu fimm ára barna, en þessi launaliður féll niður í frv.

Lánasjóður ísl. námsmanna, yfirfærslur til B-hluta. Þar hækkar framtag um 12 millj. kr. og verður 226 millj. 943 þús. kr.

Félagsstofnun stúdenta. Framlag hækkar um 734 þús. vegna greiðstu skuldar í sambandi við endurbætur á stúdentagörðunum.

Liðurinn Fullorðinsfræðsla hækkar um 200 þús. kr., en sú upphæð er ætluð til þess að greiða menntun starfsfólks á dagheimilum.

Þjóðminjasafn. Yfirfærslur vegna byggða- og minjasafna hækka um 520 þús. kr.

Náttúruverndarráð. Liðurinn hækkar um 1.5 millj. kr. Listir, framlög. Liðurinn Kvikmyndasjóður hækki um 2 millj. kr. og verði 5 millj.

Ungmennasamband Íslands. Framlag hækki um 75 þús. kr. í 1 millj. 575 þús.

Íþróttasamband Íslands. Framlag hækki um 400 þús. kr. í 6 millj.

Og nýr liður, Amtsbókasafn á Akureyri vegna prentskila 80 þús. kr.

Ein till. varðar utanrrn. Það er liðurinn Ýmis utanríkismál. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hækkar um 1 millj. 250 þús. kr. og verður 13 millj. 641 þús. kr.

Þá eru till. er varða landbrn.

Búnaðarfélag Íslands. Liðurinn hækkar um 240 þús. kr. Þar er um að ræða framlag til landþurrkunar, en sá liður féll niður í fjárlagafrv.

Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Liðurinn hækkar um 50 þús. kr. vegna kaupa á myndkortum. Landgræðslu- og landverndaráætlun. Liðurinn hækkar um 1 millj. 80 þús. kr., en þar er um að ræða hækkun á liðnum Fyrirhleðslur úr 3 millj. 405 þús. kr. í 4 millj. 485 þús. kr.

Þá er rætt um að hækka liðinn Framlög samkv. jarðræktarlögum um 7 millj. kr. Skiptist sú fjárhæð eftir undirliðum á þann veg, að liðurinn Jarðrækt, húsabætur og vatnsveitur hækkar um 3.5 millj., liðurinn Framræsla um 1 millj., liðurinn Nýjar búgreinar og hagræðing um 2.5 millj. Er með þessu gert ráð fyrir að gera upp skuldahala sem myndast hefur á þessum fjárlagalið.

Stofnlánadeild landbúnaðarins. Liðurinn hækkar um 2 millj. kr. vegna Lífeyrissjóðs bænda.

Liðurinn Til búfjárræktar samkv. lögum hækkar um 2 millj. kr.

Till. varðandi dómsmrn.

Lagt er til að veittar verði 275 þús. kr. til stofnkostnaðar hjá embætti sýslumannsins í Vík í Mýrdal.

Og Landhelgisgæslan. Liðurinn hækkar um 3 millj. og 600 þús. kr., þ.e. laun um 1 millj. og 600 þús. kr. og önnur rekstrargjöld um 2 millj., og er þá gert ráð fyrir að úthaldstími skipa aukist úr 31 mánuði í 33 mánuði frá því sem er í frv., en í till. n. fyrir 2. umr. var gert ráð fyrir auknum flugtíma úr 1000 flugtímum í 1200 tíma.

Umferðarráð. Liðurinn hækkar um 300 þús. kr., þ.e. önnur rekstrargjöld vegna Norræna umferðaröryggisársins, en í frv. eru 500 þús. kr. ætlaðar í þessu sama skyni. Liðurinn Fangamál, ýmis kostnaður hækkar um 554 þús. kr. Annars vegar hækkar framlag til námskeiða fangavarða um 154 þús. kr. og hins vegar liðurinn Vistun kvenfanga um 400 þús. kr.

Þjóðkirkjan. Þá er nýr liður. Kirkjuorgel 800 þús. kr.

Koma þá till. varðandi félmrn.

Húsnæðisstofnun ríkisins. Liðurinn hækkar um 70 millj. kr., í 141 millj. 514 þús. kr., og er sú upphæð flutt af liðnum Efnahagsráðstafanir. Er þetta sá hluti þeirrar fjárhæðar sem gefin hefur verið yfirlýsing um að varið verði til íbúðabygginga úr hinu almenna lánakerfi, en í ár hafa 15 millj. kr. verið greiddar í þessu sama skyni.

Byggingarsjóður verkamanna, yfirfærslur. Liðurinn hækki um 10 millj. kr. og verði 158 millj. og 50 þús. kr. Vinnueftirlit ríkisins. Liðurinn hækkar um 3 millj. kr.,

en sértekjur hækki jafnmikið þar sem iðgjöld atvinnurekenda standa undir rekstri þessarar stofnunar. Liðurinn Framkvæmd laga um aðstoð við þroskahefta hækkar um 200 þús. kr. Hækkunin fer á viðfangsefnið Sambýli.

Liðurinn Heimili fyrir þroskahefta undir liðnum Skálatún hækkar um 400 þús. kr. Kemur það til viðbótar við hækkun sem gerð var við 2. umr.

Við liðinn Ýmislegt hjá félmrn. bætast tveir nýir liðir. Annars vegar Almannavarnir í Mývatnssveit 150 þús. kr. og hins vegar Grímseyjarhreppur, styrkur vegna tilraunavindmyllu 75 þús. kr.

Till. varðandi heilbrmrn.

Liðurinn Önnur rekstrargjöld hjá landlæknisembættinu hækkar um 200 þús. kr.

Hollustuvernd ríkisins. Liðurinn hækkar um 500 þús. kr. vegna reykingavarna.

Kristneshæli. Önnur rekstrargjöld hækka um 100 þús. kr. og sértekjur lækka um 156 þús. kr.

Þá er lagt til að við liðinn Sjúkrahús og læknisbústaðir bætist tveir nýir liðir, þ.e. Krabbameinsfélag Íslands byggingarstyrkur 3 millj. kr. og Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið SÁÁ, byggingarstyrkur, fyrsta greiðsla af þremur 1 millj. og 500 þús. kr.

Framkvæmdasjóður aldraðra. Liðurinn hækkar um 5 millj. 210 þús. kr. og verður 40 millj. Fyrir fjárveitinganefnd hefur verið lögð áætlun um útlán sjóðsins á næsta ári og mun n. fjalla um hana þegar þing kemur saman eftir áramót.

Till. varðandi fjmrn. Uppbætur á lífeyri. Liðurinn hækkar um 543 þús. kr. í 225 millj. 963 þús. kr. Styrktarfé og ýmis eftirlaun, embættismenn. Liðurinn hækkar um 467 þús. og verður 1483 þús. Styrktarfé og ýmis eftirlaun, ekkjur. Liðurinn hækkar um 312 þús. kr. í 922 þús. kr.

Efnahagsráðstafanir. Liðurinn lækkar um 70 millj. kr., en þessi upphæð færist á Húsnæðisstofnun ríkisins, þ.e. framlag til Byggingarsjóðs ríkisins.

Till. varðandi samgrn.

Lagt er til að liðurinn Vitastofnun Íslands hækki um 2.1 millj. kr., þar af fari 1 millj. til hækkunar á liðnum Vitabyggingar og 1.1 millj. kr. fari til hækkunar á liðnum Rekstur vitaskips.

Siglingamálastofnun. Laun hækka um 80 000 kr., en hér er um að ræða hálfa stöðu skipaskoðunarmanns á Höfn í Hornafirði. Önnur rekstrargjöld hækka um 100 000 kr., en eins og áður er getið er lagt til að skipaskoðunargjald hækki um 180 000 kr.

Við liðinn Ýmis framlög hjá sjútvrn. er lagt til að tekinn verði upp nýr liður, Sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir fiskiskip 400 000 kr., og er gert ráð fyrir að þessari upphæð verði varið til rannsókna á möguleikum þess að hanna slíkt kerfi.

Veðurstofa Íslands. Liðurinn hækkar um 500 000 kr. og færist á viðfangsefnið Síma- og útvarpskostnaður. Ekki eru fluttar brtt. varðandi vegamál, en af hálfu hæstv. samgrh. hefur komið fram að gert er ráð fyrir að vegáætlun verði lögð fram í upphafi þinghalds eftir áramótin. Áætlunin verði gerð með hliðsjón af þál. um langtímaáætlun um vegamál, sem samþykkt var á Alþingi 25. maí 1981. Samhliða mun verða lagt fram frv. um auknar tekjur til Vegasjóðs og um þessi mál mun verða leitað samráðs við stjórnarandstöðuna.

Þá eru till. varðandi iðnrn.

Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Stofnkostnaður hækki um 200 000 kr. vegna tækjakaupa. Orkusjóður. Yfirfærslur, þ.e. framlög við B-hluta, hækka um 4 millj. kr., þar af hækkar liðurinn Lán til jarðhitaleitar um 1 millj. kr. og liðurinn Sveitarafvæðing um 3 millj.

Þá er lagt til að liðurinn Ýmis orkumál hækki um 3.5 millj. Þar er um að ræða nýjan undirlið Olíustyrkir vegna rafhitunar, þ.e. styrkir til að greiða niður verð á raforku sem framleidd er með olíu.

Hef ég þá rakið þær brtt. sem fjvn. flytur sameiginlega við 3. og 5. gr. fjárlagafrv. Við 6. gr., heimildargr., flytur n. allmargar brtt. sem birtar eru á þskj. 202 og 230. Ég tel ástæðulaust að lesa þær frá orði til orðs, en vísa til texta þeirra á þeim þskj. sem ég tilgreindi.

Af mistökum við prentun voru með till. fjvn. á þskj.

203, sem útbýtt var í morgun, greindar fimm heimildargr. sem áttu að vera á sérstöku þskj. og fluttar af hæstv. ríkisstj. Hér er um að ræða till. nr. 3.9, 3.10, 3.11, 6.16, og 6.17 á þskj., en þetta hefur verið leiðrétt.

Meiri hluti fjvn. flytur brtt. varðandi 5. gr. fjárlagafrv. Hún tekur til ríkisfyrirtækja og sjóða í ríkiseign. Þetta er á þskj. 203.

Er þar fyrst að telja brtt. varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna. Eins og áður er getið var í brtt. við 4. gr. gert ráð fyrir hækkun á framlagi úr ríkissjóði um 12 millj., en hér er ennfremur lagt til að lántaka sjóðsins verði hækkuð um 48 millj. kr. Nema framlög úr ríkissjóði og lántökur sjóðsins á næsta ári því alls 364 millj. 943 þús. kr.

Lögð er til lántaka hjá Síldarverksmiðjum ríkisins 36 millj. kr., en um þessar mundir er verið að ganga frá sérstakri lánaútvegun til annarra fiskmjölsverksmiðja sem orðið hafa fyrir fjárhagslegum skakkaföllum vegna hráefnisskorts.

Byggingarsjóður ríkisins. Eins og fram kom í brtt. við 4. gr. er gert ráð fyrir að framlög úr ríkissjóði hækki um 70 millj. kr. og framlag til Byggingarsjóðs verkamanna hækki um 10 millj.

Þá er lögð til lántaka Landakaupasjóðs kaupstaða og kauptúna um 1 millj.

Lagt er til að lántaka Kröfluvirkjunar hækki um 60 millj. kr. til framkvæmda.

Á liðnum Virkjunarrannsóknir er gert ráð fyrir hækkun lántöku um 25 millj. kr. í 46 millj. 783 þús. kr. Hjá Orkusjóði er, eins og fram kemur í brtt. n. við 4. gr., gert ráð fyrir 1 millj. kr. hækkun á framlagi til jarðhitaleitar og 3 millj. kr. hækkun á framlagi til sveitarafvæðingar, en í brtt. meiri hluta nefndarinnar við 5. gr. er ennfremur gert ráð fyrir 2.5 millj. kr. lántöku Orkusjóðs til jarðhitaleitar og 6 millj. kr. lántöku til sveitarafvæðingar.

Eins og jafnan áður hafa tekju- og gjaldaáætlanir B-hluta fyrirtækja nú verið endurskoðaðar frá því fjárlagafrv. var lagt fram. Unnið hefur verið að nýrri rekstrar- og fjárhagsáætlun fyrir Ríkisútvarpið hljóðvarp/sjónvarp og er hún á áætluðu meðalverðlagi árið 1983. Undanfarin ár hafa taxtahækkanir á gjaldskrá auglýsinga verið nokkru hærri en almennar verðlagshækkanir, og hafa þessar auknu hækkanir skilað Ríkisútvarpinu nokkurri raungildisaukningu í tekjum. Rekstraráætlun fyrir árið 1983 miðast við að gjaldskrá fyrir auglýsingar hækki sem hér segir: 1. feb. 15%,1. júní 15% og 1. okt. 15%.

Gerð hefur verið áætlun um kostnaðarauka af því að senda út s jónvarpsefni í júlímánuði og er niðurstöðutala þeirrar áætlunar samtals að fjárhæð 12.1 millj. kr. og yrði sú upphæð fjármögnuð með hærri afnotagjöldum ásamt auknu magni auglýsinga. Eins og rekstraráætlun sjónvarpsins er sett fram er þar gert ráð fyrir að útsendingar í júlímánuði hefjist á næsta ári. Gert er ráð fyrir að afnotagjald sjónvarps hækki um 60% og afnotagjald hljóðvarps um 55% frá yfirstandandi ári.

Í endurskoðaðri rekstrar- og fjárfestingaráætlun hjá Pósti og síma er gert ráð fyrir að almenn fjárfesting nemi 91.4 millj. kr. og hefur þá verið á því byggt að samþykkt verði í fjárl. heimild til að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af sjálfvirkum símstöðvum og fjölsímum. Fjárfesting vegna lagningar sjálfvirks síma í sveitum samkvæmt lögum nr. 32/1981 er ráðgert að nemi 54 millj. kr. Þessi gjaldatala er miðuð við niðurfellingu aðflutningsgjalda og söluskatts, eins og gert er ráð fyrir í áðurnefndum lögum. Þá er gert ráð fyrir að greiðsluhalli stofnunarinnar verði jafnaður á næsta ári. Lántökur Pósts og síma eru áformaðar samtals að upphæð 54.5 millj. kr. sem er hækkun um 32% frá fjárlögum 1982. Tekjuáætlun fyrirtækisins er við það miðuð að gjaldskrá hækki um 9.5% 1. feb., 9.5% 1. maí, 9% 1. ágúst og 9% 1. nóv.

Gerð er till. um að framlag til Skipaútgerðar ríkisins hækki um 8 millj. 605 þús. kr. frá fjárlagafrv. 1983 og verði framlagið samtals að fjárhæð 39 millj. 525 þús. kr. Tekju- og gjaldaáætlun fyrirtækisins hefur verið endurskoðuð og er hún sett fram á áætluðu verðlagi næsta árs. Þá er gert ráð fyrir að gjaldskrárhækkanir verði sem hér segir: Í feb. 15%, mars 7%, ágúst 7% og í nóv. 7%.

Þá hefur gjalda- og tekjuáætlun Rafmagnsveitna ríkisins verið endurskoðuð miðað við áætlað verðlag á næsta ári og er gert ráð fyrir að gjaldskrárhækkanir fyrirtækisins verði sem hér segir: 12.5% í feb., 8.5% í maí, 8.5% í ágúst og 8.5% í nóv.

Þá er komið að brtt. meiri hluta fjvn. við 1. gr., greiðsluyfirlit ríkissjóðs og við 3. gr., tekjuhlið frv., á þskj. 231.

Við 1. gr. er flutt ein till., þ.e. við liðinn Lánahreyfingar úf Seðlabanki Ístands. Liðurinn lækki um 40 millj. kr. í 60 millj.

Frá því að fulltrúar Þjóðhagsstofnunar komu í fyrra sinnið á fund fjvn., þ.e. hinn 30. nóv. 1982, þá lágu ekki fyrir innheimtutölur fyrir nóvembermánuð, hefur áætlun um nokkra liði tekjuhliðar frv. breyst við endurskoðun í samræmi við framvindu ríkissjóðstekna á síðustu mánuðum þessa árs, en innflutningur hefur verið talsvert meiri en áður var gert ráð fyrir auk þess sem tollhlutfall hefur reynst hærra en reiknað var með í fjárlfrv. Upplýsingar um vaxtatekjur benda til þess að þær hafi verið vanmetnar við gerð fjárlagafrv. Meiri hluti fjvn. flytur því till. um að hækka áætlun um tekjur ríkissjóðs í fyrsta lagi af aðflutningsgjöldum um 49.9 millj., í öðru lagi af söluskatti um 100 millj. í þriðja lagi af sérstöku vörugjaldi um 20 millj., í fjórða lagi af stimpilgjaldi um 10 millj., í fimmta lagi aukatekjum um 5 millj., í sjötta lagi af vöxtum um 40 millj. og í sjöunda lagi af ýmsum öðrum tekjum um 5 millj. Um 229.9 millj. kr. hækkun verður á tekjum samtals.

Verði brtt. meiri hluta fjvn. og samvn. samgöngumála samþykktar munu heildartekjur á fjárlögum ársins 1983 nema 13 milljörðum og 3 millj. kr., en heildarútgjöld 12 milljörðum 977 millj. kr. Rekstrarafgangur er þá 26 millj. og greiðsluafgangur 10 millj. kr.