18.12.1982
Sameinað þing: 35. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1333 í B-deild Alþingistíðinda. (1159)

1. mál, fjárlög 1983

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Hér er um að ræða tap hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, sem skapast hefur af því að verksmiðjunni hefur ekki verið heimilað að hækka áburðarverð í samræmi við þarfir, til þess að hæstv. ríkisstj. gæti komið með þeim hætti í veg fyrir hækkun á framfærsluvísitölu, en áburðarverð vegur þar inn í. Nú er tilgangurinn sá að breyta þessum rekstrarvanda Áburðarverksmiðjunnar í erlenda lántöku. Ég er andvígur slíku og segi nei.