19.01.1983
Neðri deild: 26. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1428 í B-deild Alþingistíðinda. (1231)

Um þingsköp

Forseti (Alexander Stefánsson):

Til framkominna óska er sjálfsagt að taka tillit. Hins vegar var ekki ætlun forseta að ljúka umr. um þetta dagskrármál, sem hefur verið flutt framsaga fyrir, heldur yrði því frestað, en ég reiknaði með að það væri hægt að taka fyrir einhver önnur mál til að nota tímann til sjö. En fyrst það kemur fram ákveðin ósk um að svo verði ekki verður við því orðið og verður þá 2. dagskrármálið tekið út af dagskrá og sömuleiðis 3.–17. dagskrármálið. Er þá dagskrá þessa fundar lokið. Til næsta fundar verður boðað með dagskrá. Fundi er slitið.