24.01.1983
Neðri deild: 27. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1510 í B-deild Alþingistíðinda. (1270)

85. mál, efnahagsaðgerðir

Forseti (Alexander Stefánsson):

Út af síðustu orðum. Ég tók skýrt fram í dag að það yrði kvöldfundur, en áður en fundur hófst kl. 6 komu þm. til mín og tilkynntu mér að ekki yrði þörf á að framlengja fundinn vegna þess að þeir sem hefðu beðið um orðið mundu stytta mál sitt og fundi yrði lokið fyrir kl. 7. Út á þetta tilkynnti ég um fundartíma og jafnframt treysti því að þetta væru orð sem væri hægt að standa við.