24.01.1983
Neðri deild: 27. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1510 í B-deild Alþingistíðinda. (1271)

85. mál, efnahagsaðgerðir

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég kannast við að hafa sagt að ég mundi stytta mál mitt svo að ekki þyrfti að halda kvöldfund, en að talað hafi verið um að umr. skyldi lokið fyrir kl. 7 kannast ég ekki við, enda engin þörf á því.

En mitt erindi í þennan ræðustól var að þakka hæstv. forsrh. Ég sá alls ekki eftir þessum 5 eða 6 mín. sem hann gaf sér til að svara fsp og fagna því, því að það kom margt fram í hans máli. Ég þakka hans ágæta svar, sem menn muna að vísu kannske ekki hvernig var. Það skiptir ekki öllu máli alltaf hvernig svörin eru. En ég hlakka til 2. og 3. umr. málsins, þegar svör koma við hinum spurningunum öllum.