27.01.1983
Sameinað þing: 42. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1590 í B-deild Alþingistíðinda. (1345)

91. mál, hvalveiðibann

Alexander Stefánsson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessar umr. og tel ekki ástæðu til að taka efnislega þátt í þeim. Ég hef allt frá því á s.l. hausti haft mjög náið samband við hæstv. sjútvrh. og sjútvrn. og lagt ríka áherslu á að tekin yrði afstaða til mótmæla fyrir lok frestsins. Ég fagna því till. hæstv. sjútvrh. í ríkisstjórninni og jafnframt jákvæðum viðbrögðum í ríkisstjórn og treysti því að hún komi til framkvæmda sem ákvörðun ríkisstjórnar Íslands. Ég hef ekki nokkra trú á að hv. alþm. reyni í alvöru að koma í veg fyrir slíkt.