27.01.1983
Neðri deild: 29. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1590 í B-deild Alþingistíðinda. (1347)

85. mál, efnahagsaðgerðir

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Eins og hv. þdm. er ljóst hefur verið útbýtt dagskrá fundarins, sem sjá má 29. fund í hv. deild. Nú er þess að geta fyrst, að til þess að þetta mál megi koma fyrir þarf að leita afbrigða, þar sem of skammt er liðið síðan nál. var útbýtt. En af lögmætum ástæðum verður ekki gengið til þessarar dagskrár. Að vísu er mjög fast á knúið um afgreiðslu málsins. Það hefur verið lengi fyrir hinu háa Alþingi og fjh.- og viðskn. beggja deilda hafa starfað saman að málinu, þannig að það ætti að vera þann veg úr garði gert að það mætti koma til lokaumr. og afgreiðslu. Þess er þó að geta, að síðasti fundur hv. fjh.og viðskn. Nd. var í morgun og aðeins fram komið minnihlutaálit, hvort sem nú í kjölfarið fylgja tvö minnihlutaálit eða meirihlutaálit. Um það skal ég ekki segja. En með vísan til þessara ástæðna verður þetta mál tekið út af dagskrá, en til næsta fundar boðað með dagskrá kl. tvö á morgun, þar sem þetta mál verður tekið fyrir til umr. og afgreiðslu. — Þá er dagskrá þessa fundar tæmd. Til næsta fundar verður boðað með dagskrá, eins og ég áður sagði. Fundi er slitið.