31.01.1983
Efri deild: 33. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1608 í B-deild Alþingistíðinda. (1363)

173. mál, umferðarlög

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Út af þessari fsp. vil ég taka fram, að heildarendurskoðun umferðarlaga mun ljúka á þessu ári, á þessu sumri, að því er ég best veit. Það er rétt hjá hv. fyrirspyrjanda, að heildarendurskoðun umferðarlöggjafarinnar hefur tekið alllangan tíma og er það ekki að undra þar sem að mörgu er að hyggja. Á hitt vil ég benda, að nú þegar eru frumvörp, eitt eða fleiri, frá þeirri nefnd, sem fjallar um þetta mál, orðin að lögum. Önnur hafa verið sýnd á hv. Alþingi, en ekki náð fram að.ganga. Um þetta er ekkert að segja, þar sem málið er margþætt. En heildarskoðun mun ljúka á komandi sumri.