31.01.1983
Neðri deild: 31. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1621 í B-deild Alþingistíðinda. (1372)

85. mál, efnahagsaðgerðir

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Ég vil taka það fram, að sá er nokkurn veginn fastur siður, að þegar undir umr. um ríkisstjórnar frv. er beint vegna atriða málsins ákveðnum fsp. til ráðh., þá er þeim gefið orðið. Þetta vil ég sérstaklega taka fram, af því að þessu hefur verið fundið. Ég hef nú gefið orðið hæstv. sjútvrh. og mun nú gefa hæstv. fjmrh. orðið, þar sem beinni spurningu var til hans beint varðandi efni málsins, en tek fram að þess er vænst að þeir haldi sig nokkurn veginn við svar, ella komist þeir síðar að í efnisumr. málsins.