02.02.1983
Sameinað þing: 45. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1702 í B-deild Alþingistíðinda. (1428)

91. mál, hvalveiðibann

Garðar Sigurðsson:

Herra forseti. Í mínum augum er hér alls ekki um náttúruverndarmál að tefla. Hins vegar stöndum við frammi fyrir hótunum um viðskiptaþvinganir frá voldugu ríki í vestri. Það er hart að þurfa að beygja sig fyrir því. En miklir hagsmunir eru í veði fyrir þessa litlu þjóð sem á allt undir því að afurðir hennar seljist vel á stærsta markaðnum. Þess vegna, herra forseti, neyðist ég til þess að segja já.