02.02.1983
Sameinað þing: 45. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1703 í B-deild Alþingistíðinda. (1432)

91. mál, hvalveiðibann

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Það vekur athygli að í nál. með þeirri till. sem hér er nú til afgreiðslu er gert ráð fyrir því, að þótt ekki verði mótmælt samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins verði veiðum haldið áfram. Það hefur líka komið glöggt fram í málflutningi þeirra sem ekki vilja mótmæta samþykkt ráðsins. Í þessu felst tvískinnungur. Menn eru að reyna að kaupa sér frið á fölskum forsendum. Náttúruverndarmenn í Bandaríkjunum og víðar eru ekki bara að berjast fyrir því að einhver orðsending verði ekki send, heldur fyrir því að veiðum verði hætt. Uppskeran af þessum tvískinnungi verður sú, að Íslendingar afsala sér rétti sínum, rétti sem þeir eiga nú, með því að samþykkja þessa till., en uppskera jafnt eftir sem áður þau óþægindi sem menn halda að þeir séu að komast hjá með því að samþykkja þessa till. Ég segi nei.