11.02.1983
Neðri deild: 37. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1890 í B-deild Alþingistíðinda. (1629)

Um þingsköp

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég skil mætavel að þetta er erfitt verk fyrir varaforseta, sem ekki hefur átt sæti á þeim forsetafundum þar sem ákveðið samkomulag var gert um hvernig standa skuli að samstarfi þingflokka hér á Alþingi. Ég get hins vegar ekki komist hjá því að fá það fram hvort það sé ákvörðun forseta að brjóta samkomulag, sem búið var að gera við þingflokkana alla um hvernig ætti að haga kvöldfundum hér á Alþingi. Þetta vil ég fá fram. Ég get ekki fengið það frá hæstv. forseta, mér er það ljóst, hann var ekki heldur aðili að þessu samkomulagi. Þess vegna sé ég mér ekki annað fært en óska eftir því við hæstv. forseta, að hann geri nú örstutt hlé á þessum fundi til þess að þingflokkaformönnum gefist kostur á að ræða við forseta deildarinnar, — aðalforseta deildarinnar og forseta Sþ., sem við gerðum samkomulag við fyrir alimörgum vikum m. a. um þessi mál, svo að við getum fengið úr því skorið hvort það er tilætlun þingforseta eða þá e. f. v. einhverra annarra að brjóta það samkomulag. Ég óska eftir frestun á þessum fundi.