14.02.1983
Neðri deild: 38. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1917 í B-deild Alþingistíðinda. (1662)

85. mál, efnahagsaðgerðir

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Mér heyrðist hv. þm. tala um að hér væri fljótaskrift á afgreiðslu mála. Ekki getur það átt sérstaklega við það frv. sem núna er til umr.

Þegar Sverrir Hermannsson og fleiri þm. fara að biðja um fjarvistarleyfi til að fara á Norðurlandaráðsþing þá verð ég náttúrlega að athuga það sérstaklega. En ekki er þetta dagskrárefnið hér eða heyrir til umr. um fundarsköp. Hv. 1. þm. Reykn. tekur til máls um efnahagsaðgerðir.