14.02.1983
Neðri deild: 39. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1945 í B-deild Alþingistíðinda. (1697)

85. mál, efnahagsaðgerðir

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Nú þykir mér einsýnt, af því að viðhorf eru breytt við breytingarnar sem urðu á frv. við 2. umr. og svo þessar nýju brtt. hæstv. sjútvrh., og mundi það að minni hyggju greiða fyrir málsmeðferðinni, að gefið verði hlé til kl. 11 svo að þingflokkar fengju tækifæri til að athuga málið á þeim tíma. — [Fundarhlé.]

Samkomulag hefur orðið um að fresta 3. umr. um dagskrármálið og fer hún fram á fundi hv. deildar kl. 1 á morgun. Þá má gera ráð fyrir lokaatkvgr. innan hálftíma frá því að umr. hefst.