16.02.1983
Sameinað þing: 52. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2047 í B-deild Alþingistíðinda. (1767)

Umræður utan dagskrár

Iðnrh. (Hjörleifur Guttormsson):

Herra forseti. Ég taldi nauðsynlegt að biðja um orðið til að koma á framfæri talnalegri leiðréttingu, sem varðar það mál sem ég flutti áðan. Ég las hér upp gögn sem ráðuneytisstjóri minn útvegaði mér í morgun og þar á meðal frá Landsvirkjun. Þar hefur orðið villa á í sambandi við raforkuverð annars vegar miðað við samninginn eins og hann var og þær tekjur sem hann hafði skilað í raforku og hins vegar í sambandi við þær tekjur sem inn hafa komið. Ég bið ekki síst þá sem hér eru frá fjölmiðlum að gefa þessu gaum. Fyrri talan, þ. e. rauntekjurnar sem hafa fengist á árunum 1975–1980, er eins og ég greindi frá 32 millj. 636 þús. dalir, en samkv. eldri samningi hefðu þær orðið ekki 13 millj. 968 þús. dalir, heldur 16 millj. 828 þús. og mismunurinn á þessu tvennu þannig 15 millj. 808 þús. Bandaríkjadalir. Þetta er sem sagt endurskoðuninni í óhag frá því sem ég greindi frá áðan. Framleiðslugjaldstalan sem skertist er 17 millj. 559 þús. 872 dalir og mismunurinn á þessum tölum þannig 1 millj. 750 þús. dalir sem samkv. þessu hafa tapast við þessa endurskoðun og samanburð á framleiðslugjaldi og raforku. Dæmið er því enn svartara en ég greindi frá áðan.