01.03.1983
Efri deild: 52. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2354 í B-deild Alþingistíðinda. (2083)

Kosning stjórnarskrárnefndar

Forseti (Helgi Seljan):

Í framsögu fyrir frv. til stjórnarskipunarlaga í Nd. í gær var lagt til, með tilvísun til 8. mgr. 15. gr. þingskapa, að kosin verði sérstök sjö manna nefnd í hvorri deild til að fjalla sameiginlega um það mál, frv. um stjórnarskipunarlög. Í þessari mgr. segir svo: „Heimilt er þó hvorri deild eða Sþ. að kjósa lausanefndir til að íhuga einstök mál.“

Forseti Nd. hefur lýst eftir till. þingflokka um menn í nefndina. Er því lagt til að sami háttur verði hafður á hér. Er hér með lýst eftir till. um menn í nefnd til að fjalla um frv. til stjórnarskipunarlaga samkv. heimild í 8. mgr. 15, gr. þingskapa.

Þar sem ekki hafa komið till. um fleiri menn í nefndina en kjósa ber teljast þessir menn rétt kjörnir í nefnd til að fjalla um frv. um stjórnarskipunarlög: Lárus Jónsson (A),

Guðmundur Bjarnason (B),

Eyjólfur Konráð Jónsson (A),

Ólafur Ragnar Grímsson (C),

Jón Helgason (B),

Guðmundur Karlsson (A),

Karl Steinar Guðnason (D).