01.03.1983
Neðri deild: 47. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2360 í B-deild Alþingistíðinda. (2093)

Um þingsköp

Albert Guðmundsson:

Virðulegur forseti. Ég vil aðeins draga athygli að því, að hv. 4. þm. Reykv. var mildari þegar hann kom hér upp í stólinn áðan en ég gaf honum tilefni til, vegna þess að hann bakkaði, dró í land með forsenduna fyrir þeirri ósk að umr. um umrætt mál yrði útvarpað. Forsendan sem hann lét uppi var misbeiting ríkisvalds og annarra á fjölmiðlunum. Því vildi ég mótmæla. En ég tek undir það að þjóðin fái að fylgjast með umr. hér og kynnist afstöðu einstakra þm.