01.03.1983
Sameinað þing: 59. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2374 í B-deild Alþingistíðinda. (2121)

Um þingsköp

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Aðeins nokkur orð. Mér er gersamlega hulin ráðgáta hvers vegna þessi umr. fer hér fram nú að frumkvæði formanns þingflokks . Alþb. Ég hefði talið að þetta væri mál sem Alþfl. annars vegar og hv. þm., sem hér er til umr., hins vegar hefðu átt að gera upp. Þessi umr. er algerlega út í hött í raun og veru, hvernig sem á það mál er litið. Og að eyða þingtíma hér í umr. af þessu tagi finnst mér fullkomlega ástæðulaust. Ég segi það alveg eins og er. Það er náttúrlega fyrst og fremst Alþfl. að hafa áhyggjur af þessu. Ég vona að hv. þingflokksformaður Alþb. sé ekki orðinn guðfaðir Alþfl. ennþá. Það getur kannske komið að því einhvern tíma, en ekki er hann það ennþá. Ég tel því þessa umr. algerlega út í hött hvernig sem á er litið.