02.03.1983
Efri deild: 53. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2391 í B-deild Alþingistíðinda. (2147)

71. mál, vernd barna og ungmenna

Frsm. (Salome Þorkelsdóttir):

Herra forseti. Menntmn. Ed. hefur haft til umfjöllunar frv. til l. um breytingu á lögum nr. 53 frá 1966, um vernd barna og ungmenna. Nefndin hefur fjallað um frv. og mælir með því að það verði samþykkt. Þarna er um það að ræða að aldurstakmörk séu miðuð við fæðingarár en ekki fæðingardag eins og verið hefur, þegar um er að ræða að banna unglingum aðgang að skemmtunum, t. d. kvikmyndasýningum eða öðrum samkomum.

Fjarverandi afgreiðslu málsins voru Gunnar Thoroddsen og Karl Steinar Guðnason, en undir nál. rita Ólafur Ragnar Grímsson. Jón Helgason, Salome Þorkelsdóttir, Davíð Aðalsteinason og Þorv. Garðar Kristjánsson.