03.03.1983
Neðri deild: 49. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2452 í B-deild Alþingistíðinda. (2239)

14. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem einstakir ráðh. fara á bak við Alþingi í sambandi við útgjöld úr ríkissjóði til að reyna að eigna sér tillöguflutning einstakra þm. á hinu háa Alþingi. Ég minnist þess, að í fjárlögum fyrir árið 1983 er aflað heimildar vegna tollaeftirgjafar sem hæstv. fjmrh. veitti á s. l. ári af því að honum var um megn að segja já við frv., sem ég flutti hér í deildinni, og vildi heldur fara aftan að hlutunum. Það liggur nú fyrir að heilbr.- og trn. hefur verið sammála um að fara þessa leið til að mæta kostnaði við tannlækningar. Mér hefði þótt eðlilegt að hæstv. trmrh. hefði sett sín sjónarmið fram þegar málið var til umr. hér í deildinni, sem hann gerði ekki, heldur hleypur aftan að þm. Með hliðsjón af þessu og eins og málið er vaxið segi ég já.