03.03.1983
Neðri deild: 49. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2453 í B-deild Alþingistíðinda. (2241)

14. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Í þessu máli hefur sannast að það er illt að eiga vonda ráðgjafa. Ráðgjöf hæstv. félmrh. frá í fyrra hefur ekki reynst ýkjavel. Hins vegar er það sérstaki fagnaðarefni að hann hefur ekki reynst kvensterkur í þessu máli, og er það ekki í fyrsta sinn sem hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir knýr ríkisstj. til undanhalds. Ég segi já.