03.03.1983
Neðri deild: 49. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2453 í B-deild Alþingistíðinda. (2243)

14. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Það undarlega skeði, að þessu frv. um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt var vísað til heilbr.- og trn. og kom það á óvænt mönnum í þeirri nefnd. Ég er fyrir mitt leyti hlynntur því að greiða hluta af tannlækningakostnaði fólks, en hitt var leiðinlegra atriði að taka þetta inn í skattalög, og vísa ég m. a. í það sem hv. 4. þm. Suðurl. sagði. Ég tel að yfirlýsing og reglugerðarútgáfa heilbr.- og trmrh. hafi komið á móti þessu, þó að ég telji það vera réttari leið að Alþingi taki ákvörðun um slíkt, en ekki ráðh., þegar mál er komið á lokastig. En eigi að síður, hvernig sem farið er að þessu máli, er það nú tryggt, eftir upplýsingum heilbrrh. að dæma, að 20% verða greidd af tannlæknakostnaði. Því tel ég ekki ástæðu til að fara inn á þessa braut eftir það, og segi því nei.