03.03.1983
Neðri deild: 49. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2454 í B-deild Alþingistíðinda. (2248)

208. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég vil benda hv. þm. á, að verði þetta frv. að lögum er vikið í fyrsta skipti og eina frá þeirri meginreglu skattalöggjafarinnar í landinu að gjaldþol ráði skattagreiðslum manna. Þetta frv. felur í sér, að hver sá sem hættir störfum og fer að taka eftirlaun hafi sjálfkrafa helming tekna sinna frían frá skatti. Þess vegna munu þeir sem hæst laun hafa í þjóðfélaginu að loknum starfsdegi mest fríðindi fá. Í núverandi skattalögum er heimild til að lækka skatt manna sem lokið hafa störfum, ef tekjur þeirra minnka á því ári, og þess vegna tel ég þessa löggjöf með öllu óþarfa. Þess vegna segi ég, og ég vil ítreka: fyrst og fremst af þessu ástæðum, að gjaldþol manna skal ráða sköttum í landinu. Hér er frá því vikið og því hlýt ég að segja nei.