03.03.1983
Neðri deild: 49. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2456 í B-deild Alþingistíðinda. (2256)

211. mál, lán vegna björgunar skipsins Het Wapen

Landbrh. (Pálmi Jónsson):

Herra forseti. Hér er lagt til að ríkissjóður ábyrgist 50 millj. kr. lán til að leita að horfnu strandgóssi, margra alda gömlu. Við höfum að undanförnu verið að fjalla um undirbúning lánsfjáráætlunar og lánsfjárlaga og þurft þar mjög að skera við nögl, miklu meir en sumum þykir gott við að búa. Við þessar aðstæður sé ég ekki ástæðu til að greiða fyrir lánsfjárútvegun til þessa verkefnis og segi nei.