03.03.1983
Sameinað þing: 60. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2492 í B-deild Alþingistíðinda. (2293)

Umræður utan dagskrár

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég verð að fá að svara fyrir félaga mína. sem ráðh. heldur áfram að bera þeim orðum að þeir séu verkfæri í mínum höndum, mínir fulltrúar, gúmmístimplar. (Sjútvrh.: Ég sagði: Ég er ekki gúmmístimpill.) Nei, en það voru hinir sem ég réði. (Sjútvrh.: Ég hef aldrei sagt það.) Þetta er óheiðarlegur málflutningur og á að hætta. Hitt er annað mál, að flugráð svaraði og gaf ráðh. þær umsagnir sem var beðið um.