03.03.1983
Sameinað þing: 60. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2493 í B-deild Alþingistíðinda. (2295)

Umræður utan dagskrár

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að fram komi vegna fyrirspurnar hv. þm. Alexanders Stefánssonar, að þeir menn, sem skoðað hafa umsóknir, sem bárust um þessa tilteknu stöðu, eru þeirrar skoðunar — og nú vil ég skora á hv. þm. að lesa umsóknirnar, það er auðvelt að fá þær, að a. m. k. þrír umsækjenda hafi verið hæfari til starfsins en sá sem hlaut það.