04.03.1983
Efri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2504 í B-deild Alþingistíðinda. (2320)

218. mál, vegalög

Frsm. (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Samgn. þessarar hv. deildar hefur fjallað um frv. til breytingar á vegalögum. Hún fékk til fundar við sig vegamálastjóra til að skýra þau sjónarmið er að baki þessari breytingu liggja. Hér er um tiltölulega litla breytingu að ræða, sem þó kemur til góða fámennum þéttbýlisstöðum í allmörgum tilvikum. Það varð niðurstaða nefndarinnar að mæla með samþykkt frv. eins og það liggur fyrir, en það tengist þeirri vegáætlun sem nú er verið að fjalla um hér á Alþingi.