04.03.1983
Efri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2507 í B-deild Alþingistíðinda. (2325)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Helgi Seljan):

Ég vil aðeins taka fram nokkur atriði út af fundahöldum dagsins.

Menn hafa spurt mig nokkuð hér í deildinni um það. hvaða ráðagerðir séu uppi um fundahöld í dag. Ég hafði hugsað mér nýjan fund hér með 3. umr. um nokkur þeirra mála sem voru nú afgreidd við 2. umr., 2. umr. um orkulög t d., sem nál. er komið ágreiningslaust um. og jafnvel að sjá til hvað Húsnæðisstofnun ríkisins kæmist hér áfram. Ég vildi aðeins taka það fram að mér er tjáð að stjórnarskrárnefndir hafi verið kallaðar til fundar núna kl. 3.30. Getur það vissulega orðið til þess að raska nokkuð, þegar sjö menn úr hv. deild hverfa, möguleikum á því að halda hér fram fundarstörfum. En ég mun að sjálfsögðu freista þess að þoka málum áfram og hlýt þá að halda mitt strik með fundahöld eftir sem áður. Ég vænti þess þá, að þeir ágætu menn, sem í þessum nefndum starfa, sjái sér fært að verða hér við atkvæðagreiðslur þegar á þeim þarf að halda síðar, annaðhvort á þessum fundi eða á næsta fundi En nú verður fram haldið umr. utan dagskrár.