04.03.1983
Neðri deild: 51. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2517 í B-deild Alþingistíðinda. (2334)

158. mál, bann við ofbeldiskvikmyndum

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Þeir nm., sem skrifuðu undir nál. þess efnis að mæla með því að þetta frv. yrði samþykkt, höfðu fyrst og fremst í huga að það hefur komið fram í fréttum og frásögnum að ýmis myndbönd hafa verið flutt til landsins sem hafa salt að segja afskaplega ömurlegt gildi frá flestum sjónarmiðum. Tilgangurinn á bak við það frv. sem hér liggur fyrir er að koma í veg fyrir að slík slys hendi oftar. Það má auðvitað alltaf deila um það, hvort rétt sé að reyna að vernda allan almenning fyrir sóðalegum kvikmyndum og ruddalegum, en ég held að fyrir því liggi fullmægjandi upplýsingar að slíkar myndir geti verkað skaðlega börn og unglinga og spillt fyrir þroska þeirra, þannig að ég er í engum vafa um að við verðum að gera einhverja tilraun til að sporna við því að klúrar ofbeldiskvikmyndir flæði yfir landið.

Ég vil í annan stað vekja athygli á því, að í þessu frv. er gert ráð fyrir því í aths. að innflytjendur, framleiðendur eða dreifingaraðilar og sýnendur kvikmynda greiði kostnaðinn við skoðun þeirra almennt, en hins vegar ekki sá sem skoðunar beiðist eins og nú er. Ég skil þessi orð í grg. svo, að það sé ætlunin að leggja á almenn gjöld vegna innflutnings myndbanda til að standa undir nauðsynlegum kostnaði við skoðun kvikmyndanna.

Ég hef svo ekki meira um þetta að tala. Sólarlagsaðferðum Vilmundar, hvort sem þær eru nú í pólitík eða lagasetningu, hef ég ekki miklar áhyggjur af og mun að sjálfsögðu greiða atkv. gegn þeirri brtt. sem hann flutti hér.