04.03.1983
Neðri deild: 51. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2530 í B-deild Alþingistíðinda. (2361)

61. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Frsm. minni hl. (Ingólfur Guðnason):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. minni hl. fjh.- og viðskn. á þskj. 474. Ég þarf að sjálfsögðu ekki að hafa mörg orð um þetta. Frv. fjallar um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Þetta er gamall kunningi. Þessi skattur var í fyrsta skipti lagður á 1979 og hefur verið í gildi síðan. En til að gera þetta sem styst, þá mælir minni hl. fjh.- og viðskn. með því að frv. verði samþykkt. Minni hl. skipa auk mín hv. þm. Halldór Ásgrímsson og Guðmundur J. Guðmundsson.