04.03.1983
Neðri deild: 51. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2551 í B-deild Alþingistíðinda. (2376)

130. mál, málefni fatlaðra

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Ég, vil taka það fram að þrjú mál, þar á meðal þetta, þurfa að mínum dómi nauðsynlega að ná til 3. umr. og út úr hv. Nd., en vegna mjög mikilvægs og áríðandi fundar í Alþb. höfum við aðeins 20 mínútur til umráða.

Ég má til með að biðja hv, þdm., af því að hér er ekki um ágreiningsmál að tefla, að sitja nú sem fastast undir atkvgr. og taka þátt í henni, og ég má ennfremur til með að biðja 21 hv. þdm.. og fleiri ef þeir finnast, um að sýna þolinmæði, því að ég þarf nauðsynlega að setja nýjan fund með fjórum málum. sem ég hygg að ættu að geta gengið hratt fram þann veg að það næðist fullnaðarafgreiðsla á þeim í hv. Nd., þ. á m. þessu veigamikla frv. um málefni fatlaðra, sem við göngum til atkvgr. um.