04.03.1983
Neðri deild: 52. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2556 í B-deild Alþingistíðinda. (2381)

230. mál, almannatryggingar

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég hef orðið vör við það áður að hv. 4. þm. Suðurl. harmar hversu hátt ég fló og hve illa ég kom niður á hv. þm. Ólafi Ragnari Grímssyni. En ekki ber að ræða það hér úr ræðustól. Ég vil hins vegar lýsa því yfir hér sem formaður heilbr.- og trn. Nd. að ég mun að sjálfsögðu veita þessu máli framgang. Það er fundur í þeirri nefnd á mánudaginn kemur og þar verður þetta mál tekið fyrir. Ég sé enga ástæðu til þess að það fái öðruvísi meðhöndlun en önnur mál.