07.03.1983
Neðri deild: 53. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2615 í B-deild Alþingistíðinda. (2463)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Hv. 4. þm. Reykv. vakti athygli forseta á og bað hann að huga að því, hvort því yrði víð komið að útvarpsumr. yrði um stjórnskipunarlagafrv. Forsetar hafa hugað að þessu máli, en því varð ekki við komið, einnig með tilliti til þess að þrátt fyrir það þótt fyrir liggi að rofið verði þing verði hinn gamli háttur á hafður um eldhúsdagsumr. áður en þingi lýkur og að þær mundu fara fram — að því er stefnt á fimmtudaginn kemur hér í þingi. Og þá, eins og öllum er kunnugt, hafa þingflokkar hálftíma ræðutíma og utanflokkamenn helming þess tíma og yrði vafalaust umræðuefnið að meginhluta til stjórnskipunarlögin, þetta mikilvægasta mál sem nú er á dagskrá þessa þings. — En nú heldur hv. 4. þm. Reykv. áfram ræðu sinni þar sem frá var horfið.