08.03.1983
Neðri deild: 54. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2666 í B-deild Alþingistíðinda. (2497)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Um þetta mál hefur verið ítarlega fjallað í Alþfl., bæði á flokksþingi Alþfl., sem haldið var á s. l. hausti, og í flokksstjórn Alþfl. og þingflokki. Sú stefna, sem þar er mörkuð og er stefna Alþfl., er fólgin í stuðningi við það samkomulag, sem forustumenn flokkanna hafa gert, þ. á m. formaður Alþfl. Sú er stefna Alþfl. og henni mun ég að sjálfsögðu fylgja. Hins vegar hafa þm. Alþfl. að sjálfsögðu eins og þm. allra flokka frjálsar hendur til þess að flytja eða fylgja brtt. Ég segi nei.