08.03.1983
Neðri deild: 54. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2669 í B-deild Alþingistíðinda. (2515)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Vilmundur Gylfason:

Það er rétt, herra forseti, að við það sé gerð aths., þegar greidd eru atkv. um þessa gr., að við hana og aftan við hana hafa verið rædd furðuleg ákvæði til bráðabirgða, nefnilega um það að aftan við þetta frv. væri hnýtt ákvæðum um tvennar kosningar. Nú veit enginn á þessu stigi málsins hvort slíku ákvæði á enn eftir að bæta við. Um það mun vera ágreiningur milli flokka kerfisins. En þetta skiptir auðvitað máli í sambandi við gildistökuna alla. Einnig af þessum ástæðum og vegna almennrar andstöðu við þetta lagafrv. í heild sinni, þá segi ég nei.