08.03.1983
Neðri deild: 55. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2699 í B-deild Alþingistíðinda. (2555)

Um þingsköp

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Ég tel svona þingskapaumr. algerlega út í hött og ég ætla bara að segja það, að ég tel mig mjög sterkan og endingargóðan úr því að ég hlustaði á ræðu 5. þm. Vestf., en ég var að fara í frakkann hérna niðri þegar hann lauk máli sínu og heyrði í hátalaranum lokaorð hans og fyrstu orð frænda hans, hv. 5. þm. Norðurl. v., en þá fór ég. Ég tel að ég hafi unnið alveg fyllilega fyrir kaupi mínu í gær. (JBH: Það er rétt.)