09.03.1983
Efri deild: 61. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2743 í B-deild Alþingistíðinda. (2565)

227. mál, happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna

Frsm. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Herra forseti. Nefndin hefur athugað þetta mál, hv. fjh.- og viðskn. þessarar deildar, og mælir með að þetta frv. verði samþykkt. Efni þess er það að framlengja um 10 ár rétt Dvalarheimilis aldraðra sjómanna til að stunda rekstur happdrættis. Ég á von á að allir hv. dm. muni fallast á að samþykkja frv.