09.03.1983
Efri deild: 61. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2744 í B-deild Alþingistíðinda. (2571)

208. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Ólafur Ragnar Grímsson):

Herra forseti. Nefndin hefur fjallað um þetta frv. Árni Kolbeinsson, starfsmaður í fjmrn., kom á fund n. og lét henni í té upplýsingar um málið. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt í þeirri mynd sem það barst þessari hv. deild frá Nd. Ég sé ekki ástæðu til að fjalla nánar um efni þessa frv. Í því er fólgin ákveðin réttindaaukning fyrir það fólk sem lætur af störfum á háum aldri. Má þannig skilja frv. sem vissa tilhliðrun og hvatningu í senn af hálfu þingsins til þeirra sem aldraðir eru til að auðvelda þeim að hætta störfum.