09.03.1983
Efri deild: 62. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2749 í B-deild Alþingistíðinda. (2599)

149. mál, kaupstaðarréttindi til handa Ólafsvíkurhreppi

Davíð Aðalsteinsson:

Herra forseti. Ég sé ástæðu til þess að þakka hv. félmn. fyrir afgreiðslu hennar á þessu máli. Það er að sjálfsögðu rétt, sem kom hér fram, að fulltrúar íbúa í Ólafsvík, þ. e. hreppsnefndin, komu á fund þm. kjördæmisins og jafnframt á fund félmn.

Því hefur margoft verið lýst hér með hvaða hætti menn greinir á í þessu máli. Ég vil leyfa mér að vona að enda þótt ekki verði stofnað sérstakt bæjarfógetaembætti í Ólafsvík, þá verði þáttaskil í þjónustunni við íbúa Ólafsvíkur. Því hefur verið lýst yfir af hálfu þm. í viðræðum við hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps að þeir muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að staðið verði við það sem þar hefur verið sagt.

Ég vil að endingu og aftur þakka hv. félmn. fyrir meðferð hennar á málinu. Ég tel að nefndin hafi átt sinn drjúga þátt í því að sætta bæði guð og menn við málsmeðferðina.