09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2750 í B-deild Alþingistíðinda. (2603)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Jósef H. Þorgeirsson:

Herra forseti. Hv. 4. þm. Reykv. hefur flutt brtt. á 11 þskj. um ýmsar greinar stjórnarskrárinnar. Þingflokkur sjálfstæðismanna telur að þær tillögur eigi að koma til athugunar við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nú stendur yfir. Brtt. við 31. gr. er einnig eðlilegt að ræða í tengslum við kosningalög. Af þessum ástæðum m. a. greiða þm. flokksins atkv. gegn þessum tillögum. Ég segi nei.