09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2751 í B-deild Alþingistíðinda. (2607)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Fjölmargar af þeim brtt., sem hv. þm. Vilmundur Gylfason hefur hér flutt, varða atriði sem fulltrúar Alþfl. í stjórnarskrárnefnd hafa þegar lagt fram tillögur um þar í umboði þingflokks Alþfl. Það hefur orðið samkomulag allra þingflokka um að bíða með þá heildarendurskoðun og þá afgreiðslu till. Alþfl., sem þar eru gerðar, en þær tillögur varða ýmsa fleiri þætti og taka um margt til ýmissa fleiri og markverðari mála en þær sem nú er verið að greiða atkv. um. Ég tel rétt að halda á málum eins og ákveðið hefur verið í samráði þingflokkanna og afgreiða þessi mál í heild, þegar kemur að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, m. a. um breytingar á starfsemi og starfsháttum Alþingis. Ég greiði því ekki atkv.