09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2753 í B-deild Alþingistíðinda. (2621)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Till. þessi orðast svo: „Fastanefndir Alþingis hafa rétt til að heimta hvers konar skýrslur, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. Fundir nefnda Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði.“ Till. fulltrúa Alþfl. í stjórnarskrárnefnd, sem er sérprentuð hér á borðum þm., orðast svo: „Fundir í nefndum Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði nema nefnd ákveði annað. Nefndir Alþingis hafa rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, af embættismönnum og opinberum aðilum.“ Ég áskil mér rétt til að ræða þessar till. Alþfl. þegar að því kemur að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar verður afgreidd og greiði því ekki atkv. nú.